Kría

800 kr.

Opin peysa og húfa úr Léttlopa.
Hönnun: Védís Jónsdóttir.

 

Vörunúmer: L28-0809-Kria Flokkar: , , , , , , , ,

Lýsing

AÐFERÐ
Bolur og ermar eru prjónuð í hring. Við
handveg eru lykkjur af bol og ermum
sameinaðar á einn prjón og axlastykki
prjónað í hring. Ath að umferð byrjar og
endar á brugðinni lykkju á miðjum bol.
Saumað er með saumavél í miðju
framstykkis áður en klippt er upp milli
lykkjanna fyrir rennilásnum.

STÆRÐIR 1 (1-2) 2-3 (3-4) ára
Yfirvídd: 55 (59) 64 (68) cm
Vídd að neðan: 58 (62) 67 (71) cm
Lengd á bol að handvegi: 18 (20) 22 (24) cm
Ermalengd að handvegi: 20 (22) 24 (26) cm

Efni
Létt-Lopi - 50 g dokkur
Bleik
A 1412 bleikur 3 (3) 4 (4)
B 0005 hærusvartur 1 (1) 1 (1)
C 0051 hvítur 1 (1) 1 (1)
Blágræn
A 1404 jökulblágrænn 3 (3) 4 (4)
B 0051 hvítur 1 (1) 1 (1)
C 1411 sólgulur 1 (1) 1 (1)
Hringprjónar nr 3½ og 4½, 40 og 60 cm
Sokkaprjónar nr 3½ og 4½
Rennilás