Hamingja

800 kr.

Opin peysa úr Léttlopa.
Hönnun: Védís Jónsdóttir.

 

Vörunúmer: L28-06-Hamingja Flokkar: , , , , , , ,

Lýsing

AÐFERÐ
Bolur og ermar eru prjónuð úr tvöföldum
Létt-Lopa í hring. Við handveg eru lykkjur
af ermum og bol sameinaðar á einn prjón
og axlastykki prjónað í hring. Ath að
umferð byrjar og endar á brugðinni lykkju
á miðjum bol. Saumað er með saumavél í
brugðnu lykkjurnar á miðju framstykkis
áður en klippt er upp milli lykkjanna fyrir
rennilás.

STÆRÐIR XS (S) M (L) XL (XXL)
Yfirvídd: 82 (88) 95 (102) 108 (115) cm
Vídd að neðan: 102 (108) 115 (122) 128 (135) cm
Lengd á bol að handvegi: 48 (50) 52 (54) 56 (58) cm
Ermalengd að handvegi: 45 (46) 47 (48) 49 (50) cm

Efni
Létt-Lopi - 50 g dokkur
A 1403 lapisblár 3 (3) 3 (3) 4 (4)
B 1402 himnabl. 3 (3) 3 (3) 3 (3)
C 9420 dökkblár 2 (2) 2 (3) 3 (3)
D 9423 blágrænn 3 (3) 3 (3) 3 (3)
E 1409 rauður 2 (2) 2 (3) 3 (3)
F 1412 bleikur 2 (2) 2 (2) 2 (2)
G 1410 app.gulur 2 (2) 2 (3) 3 (3)
H 1411 sólgulur 2 (2) 2 (2) 2 (2)
I 0054 fölgrár 1 (1) 2 (2) 2 (2)
Hringprjónar nr 6½, 40 og 80 cm
Hringprjónn nr 5½, 80 cm
Hringprjónn nr 5, 40 cm
Sokkaprjónar nr 5½ og 6½
Rennilás með 2 sleðum
Snúra